Sunday, February 06, 2005

Plata ársins 2005!

Frances The Mute by The Mars Volta

Meistaraverk sem allir ættu að eiga, mín fyrsta hlustun
á allri plötunni í var gær. Þessi plata er eins og ferðalag,
hún ferðast með mann í gegnum víddir. Hún spannar
marga tugi af tónlistarsögu og ekki var maður laus
við að fá hroll er maður hlýddi á þetta meistarastykki.
Það eru nokkrir kaflar á plötunni sem fengu hárin til
þess að rísa. Rödd Cedric Bixler er jafnan ljúf og melódísk,
stundum sker hún í eyrun og stundum jafnvel mjög scary.
Með plötunni fylgir lag sem á að summa plötuna upp
(Decoder track svokallað). Það lag fær mann til þess að
hlæja,hendast út í horn grátandi. Það er engin leið að
toppa þessa plötu ekki nema þó þeir sjálfir enda eru þeir
Omar og Cedric byrjaðir að semja efni fyrir næstu plötu.
Ég varð að koma þessu út úr mér......


Heimir

0 Comments:

Post a Comment

<< Home