Thursday, November 18, 2004

Ég var að sjá hljómsveitina THE FALL! Þvílík andskotans snilld. Vonbrigði og Dr.Gunni hituðu upp og Vonbrigði voru ótrúlega góðir, Dr.Gunni og félagar stóðu fyrir sínu.

test

Svo komu ungir spilendur The Fall á
svið (samtals hafa verið 51 manneskja
í The Fall) - en söngvarinn Mark. E Smith
hefur alltaf verið aðal náunginn og þessi
hljómsveit er frá 1970.

Þegar Mark steig á svið þá brá mér illilega
, því maðurinn er svona 60 ára.
Þessi gamli pönkari steig á svið og ég vissi ekki
hvoert hann myndi meika að standa svona lengi
á sviðinu. En svo byrjaði hann að syngja og þá
sannaði hann sig svo sannarlega að hann er enn í
fullu stuði.

Alla tónleikana vara hann að fikta í græjunum hjá
örðum meðlimum sveitarinnar. T.d. var hann alltaf
að taka mækinn frá bassa trommunni og þrívegis
var það lagað. En þessir tónleikar voru svakalegir,
með þeim betri sem ég hef séð!
Myndin hér er af Mark E Smith fyrir svona 20 árum
svo þið getið ímyndað ykkur hvernig hann er í dag

Saturday, November 06, 2004

Ég gleymdi að ég ætlaði að skrifa meira um Airwaves en allavega var restinn af þeiir hátíð snilld. Sá meðal annars GusGus, Shins, Stills, Singapore Sling sem var allt mjög gott.

Núna er ég í haustfríi og er að slappa af og drekka bjór. Frekar þægilegt líf en nú er þetta að verða búið. Kem með myndir soon...