Wednesday, November 26, 2003

Langt síðan það hafa komið myndir inn á síðuna. ég fór á tónleika í gær sem voru rosalegir, Hope Conspiracy, Give Up the Ghost, I adapt, Dys, ándlát og Fighting shit. rosalega gaman og hér eru nokkrar myndir af tónleikunum og frá seinusti helgi..... enjoy !



Hope Conspiracy o.fl.


p.s. mér tókst að klúðra þannig að linkarnir sjást ekki nema þú farir yfir þá með músinni, er að vinna í að laga þetta :D

Thursday, November 20, 2003

Jæja krakka ..... tja tja tja '- Hér er myndin og er þetta án efa flottasta bekkjarmynd sem tekin hefur verið í Kvennaskólanum frá upphafi ! Njótið ;)

3NB (The pimps and da ho's)

Friday, November 14, 2003

Í gær var plebbakvöld í Kvennó. Það átti að tilkynna sigurvegara í keppnum listanefndar (ljósmyndakeppni, forsíðukeppni, ljóð- og smásögukeppni) - ég tók þátt í ljósmyndakeppninni og forsíðu keppni en forsíðukeppnin var ekki tilkynnt því miður. Það var töframaður sem var snilld og svo var fokking skítahljómsveit sem kallar sig "Ríkið". Þetta á að vera pólitísk hljómsveit en 6 ára krakki getur samið betri texta en þeir sem voru sungnir og var þetta án vafa það lélegasta sem ég hef séð á ævinni, verra heldur en kínversk boy-band tónlist ! Það á víst plata að koma út í dag og forðist þessa plötu ! En Töframaðurinn var snilld og svo flæddi salurinn með pepsi og dórítós !

Friday, November 07, 2003

Jæja nú var eplaballið í gær með tilheyrandi látum og hér eru nokkrar af myndunum sem ég tók. Og munið stelpur ég vanda mig VÍST þegar ég set myndirnar inn á =P

enjoy Eplaball Kvennó !

Wednesday, November 05, 2003

Nú stendur yfir svokölluð eplavika í kvennaskólanum. Þá eru epli aðal-þemað (duh) og er allskonar skrall í gangi vikuna eins og hæfilekakeppni, eplaleikar o.fl. Þessi vika er svo enduð með Eplaballinu sjálfu sem hefur verið hefð í Kvennó í gegnum árin og má segja að þetta sé svona mini-árshátíð. Það er haldinn eplalagssamkeppni, þar sem nemendur senda inn lög og eru þau öll sett á disk sem hver bekkur fær svo í partýin sín til þess að hita upp fyrir ballið í fyrirpartýjum. Ég og mínir félagar (Out of Order) sendum inn lög þetta árið, 2 talsins og ég vona bara að við náum að halda titlinum aftur þetta árið því við áttum vinningslagið í fyrra (hummhumm) en líkur eru að Doktor gunni sjálfur dæmi keppnina. Nú vona ég bara það besta því að samkeppnin er góð. nú er ég farinn á Hæfileikakeppnina sem er haldin í Uppsölum klukan 20.00 og þeir sem lesa þetta í tæka tíð ættu að drífa sig og kíkja á þetta ....