Sunday, August 31, 2003
Wednesday, August 27, 2003
Búinn að vera tvo daga í skólanum og er gjörsamlega í allt öðrum bekk - 6 sem voru með mér eru í mínum afgangurinn er í hinum bekknum. svo eru nýjir drengir og fullt af nýjum stelpum, spennandi ! En allavega þá er marr allaf að í skóla svo heim og beint að vinna, Það verður nebbla að klára helvítis slátinn. en er að vinna í að skrifa Leedssögu til að segja hvaða bönd ég sá og hvernig þau stóðu sig. spæjó
Tuesday, August 26, 2003
Nú er ég loksins kominn heim eftir langa og erfiða helgi sem var lissssssst keisarans. Hér eru myndir en full saga seinna :D
>Leedsfestival 2003
>Leedsfestival 2003
Tuesday, August 19, 2003
Vá shitturinn, ég er að hlusta á lag af nýju Coheed and Cambria plötunni www.mp3.com/coheedandcambria - lagið heitir "Crowing" og verður á nýju plötu sveitarinnar sem kemur út nákvæmlega > http://www.inkeepingsecrets.com/ - það er vesen með linkanna svo þið verðið víst að paste-a linkunum þar til ég læri betur á þetta. þessi plata verður svakaleg og kemur hún út á equal vision og ráðlegg ég öllum að ná sér í eintak í október.
En annars legg ég af stað til leeds klukkan 5 í fyrramálið. Ég tek kanski með mér stafrænu vélina mína og ef ég geri það þá kemur góður skammtur af myndum þegar ég kem til baka. En annars kveð ég í bili - wish me goodluck því ég ætla að reyna að ná að tala við Omar og Cedric.
Blessó
En annars legg ég af stað til leeds klukkan 5 í fyrramálið. Ég tek kanski með mér stafrænu vélina mína og ef ég geri það þá kemur góður skammtur af myndum þegar ég kem til baka. En annars kveð ég í bili - wish me goodluck því ég ætla að reyna að ná að tala við Omar og Cedric.
Blessó
Monday, August 18, 2003
Ég var bara að fatta það núna að ég, Gulli, Baldur og Helgi erum að fara á Leedsfestival
- Leggjum af stað á Miggudag og svo byrjar festivalið sjálft á föstudag og stendur fram yfir sunnudag. Svo kemur maður heim og fer beint í skólann "ÖSSSSS" segi ég bara :(
- Leggjum af stað á Miggudag og svo byrjar festivalið sjálft á föstudag og stendur fram yfir sunnudag. Svo kemur maður heim og fer beint í skólann "ÖSSSSS" segi ég bara :(
Sunday, August 17, 2003
Ég verð að minnast á þetta núna bara í byrjun. Uppáhalds hljómsveitin mín heitir The Mars Volta (sá þá í london í apríl og mun sjá þá á leedsfestivalinu eftir nokkra daga, yay) og fyrir alla sem hafa áhuga á góðri tónlist mæli ég með því að kaupa diskinn þeirra "De-loused in the comatorium" í næstu búð. til að fá frekari upplýsingar þá bendi ég á bestu aðdáendasíðu mars volta The Comatorium
- þar sem sannir aðdáendur nördast allan daginn (ég er undir nafninu emofag) svo er líka önnur síða sem heitir www.inertiatic.com og er hún líka fín ..
- þar sem sannir aðdáendur nördast allan daginn (ég er undir nafninu emofag) svo er líka önnur síða sem heitir www.inertiatic.com og er hún líka fín ..
Jæja nú var ég að vakna eftir mikla djamm helgi og er bara nokkuð hress, miklu hressari en ég bjóst við sem er bara gott. ég tók tonn af myndum og vídjói í gær sem ég mun setja upp hérna á síðuna. En til að líta yfir gærdaginn þá fór ég fyrst í 12 tóna á 50% útsölu og keypti sitthvað, svo var farið í Tjarnarbíó þar sem voru bönd að spila. Æla hét ein hljómsveitin og átti það að vera punk en þetta var nú bara ekkert líkt góðu punki og voru vonbrigði mikil. Eftir þennan skít þá fórum við drengirnir í hitthúsið þar sem SnaFu og Total fucking destruction voru að spila. SnaFu voru að spila nýtt efni að disk sem er að koma út very soon og þetta er vægast sagt gooooooood stuff. Svo kom klikkuð kerling með kassagítar sem kallar sig The Motherfucking clash og söng hún 3 lög við góðar undirtektir. TFD voru magnaðir, þvílíkur kraftur úr þremur mönnum sem gætu alveg eins verið útigangsmenn :D - Eftir góðan skammt af músík þá fór ég á Kebabhúsið og hitti Bigga í Maus þar sem hann gæddi sér á borgara og var maður nú einmitt að fara að sjá hann eftir 1-2 tíma. Kimono spiluðu á undan maus og voru þeir magnað góðir og ekki voru maus verri. maður keypti sér maus bol eftir tónleikana sem ég er einmitt í núna. Svo var maður á bæjarrölti og bjórdrykkja allt kveldið og hitti maður mikið af fólki en því miður allt of mikið af fólki sem ég vildi ekki hitta, en ásgeir gamall childhood vinur minnn var þarna í þrusu fílíng og Hulda "frænka" líka en man ekki hvað maður hitti meira. en allavega koma myndir af menningarnótt í dag eða á morgun....