Wednesday, March 07, 2007



Ég er þreyttur en hér er skemmtilegt remix sem Trentemöller gerði af sínu eigin lagi.

Frekar dark en samt mjög lounge-að remix af algeru ambient lagi.

Trentemöller - Moan (Trentemöller remix)

very much.

og já..... Baldur bróðir er að koma á föstudaginn. Í för með sér er hann með playstation goodies :)

Við erum að spila saman á laugardaginn (10.mars) á Barnum og svo á Sirkus 17da (laugardagur líka)

so put on your dance shoes and have some shagootz!

Tuesday, February 20, 2007



Sumarið er komið, ég er alveg pottþéttur á því! Ég fór með sólgleraugu í skólann því þegar ég loksins vaknaði blasti sólin við mér handan funheitrar sængur sem hafði mig í gíslíngu.
Flashback frá Boston, Berlín og seinasta sumari þrykkjast upp í hausinn á mér meðan ég skrifa þetta. Enda sit ég núna og sýp á bjór í tilefni þessarar skyndilegu gleði tilfinningar. Ég vil hvetja alla til þess að fá sér bjór í tilefni dagsins og hugsa til vorsins og sumarsins sem er að koma bráðlega.

Hér getið þið downloadað lagi sem minnir mig ótrúlega mikið á sumarið (fyrir 2 árum sérstaklega) - takk Pétur fyrir að minna mig á þetta lag :

My Mine - Hypnotic Tango

salut

Tuesday, January 30, 2007

Ég hef ákveðið að hætta að blogga því ég fæ aldrei nein comment á postin mín. Ekki einu sinni ef ég er hálftíma að skrifa eitt innlegg. Ég hef beðið eftir því að skrifa US and A PT. 2 færsluna. Ef fólk vill fá seinni hlutann af ferða sögunni vinsamlegast commentið í fyrir neðan PT. 1. Ég veit að ég hljóma bitur en það er ég ekki - það eina sem ég þarf er að vita að einhver lesi þetta blogg svo bara comment með "asdfg" er nóg til að halda áfram. Ég skal reyna að koma með interesting innlegg (eins og að henda inn verkum og svoleiðis) svo að fólk lesi þetta. En já nóg af biturleika.

Þetta er fyrir fólk sem fílar tekknó og smá rokk í leiðinni. Endilega commentið ef það vantar inn lög eða plötur. En 11. sæti eru ekki mikið pláss ég vildi að ég hefði þolinmæði í það að gera topp 50 lista því það þyrfti ég helst að drulla mér í að gera.

EDIT - Steingleymdi svoleiðis langbesta lagi ársins 2006!

Topp 11 lög - 2006

1. STEPHAN BODZIN & MARC ROMBOY - THE OLD ALCHEMIST
1/2. Özgur Can - On The Whitest Day
2. Oliver Koletzki - Follow Up (Original)
3. Stephan Bodzin - Cucuma
4. Ricardo Villalobos - Belle Epoque 2006
5. Noze - Kitchen
6. Booka Shade - In White Rooms
7. Thomas Schumacher - Manga (Thomas Schumacher remix)
8. Mlle Caro & Franck Garcia - Far Away (Jennifer Cardini & Shonky Remix)
9. Cobblestone Jazz - India In Me
10. Karius & Baktus - Candy Jack
11. Trentemoller - Always Something Better (Trentemoller remix)


Topp 11 plötur - 2006

1. Ricardo Villalobos - Salvador
2. Booka Shade - Movements
3. The Knife - Silent Shout
4. Marc Romboy - Gemini
5. Trentemoller - The Last Resort
6. Noze - How To Dance
7. The Rapture - Pieces of the Peoploe We Love
8. Amputecture - The Mars Volta
9. The Blood Brothers - Young Machetes
10. Oliver Huntemann - Fieber
11. Fuckpony - Children of Love

did I miss anything ?

Tuesday, January 02, 2007

U S AND A - PT.1

Langt síðan ég hef skrifað hér inn. Ástæða þess er sú að seinasta törnin í LHÍ var mega stress.
En það er margt og mikið búið að gerast síðan ég kláraði mína fyrstu önn í Listaháskólanum.
Eftir skólalok þá sökkti ég mér í massívt spólugláp í viku, mikið mönsað þá viku.En eftir þá viku þá fór ég af landi brott til US and A og sá margt furðulegt, kanar eru ótrúlegir lúðar af hæsta gæðaflokki. Það er eins og þeir sjái ekki annað en GAP hettupeysur og NIKE íþróttaskó.

Þegar ég kom út þá beið mín PLAYSTATION 3 leikjatölva sem ég hafði fjárfest í á EBAY. Um leið og ég kom inn til bróður míns þá stökk ég á kassann og reif tölvuna úr. Ég gat ekki beðið eftir að spila og því miður þá fylgdi ekki einu sinni demo leikur með tölvunni en hinsvega fylgdi með TALLADEGA NIGHTS á BluRay (High Definition) disk. Seinna vandamálið var það að Baldur átti ekki sjónvarp, en við fundum lausn á því og fórum í kjallarann og sóttum eitt stykki TV (kjallarinn var eins og mini-kolaport).

Daginn eftir var farið beint í eitthver Mall að versla og viti menn spottaði ég ekki búð sem hét jú GAMESPOT. Þar blastaði ég einn leik og þegar heim var komið var ég límdur við sjónvarpið eins og tyggjó í hári.

*var að gerast núna* - PS3 kominn í samband heima HIGH DEFINITION OG FULL COLOR!!!
(fyrir þá sem hafa ekki áhuga á svona þá þarf straumbreyti í *þessu tilviki straumbreyti upp á 20.000* til að fá tölvuna í gang og lukku til að geta spilað NSTC tæki á PAL sjónvarpi)

Þegar mætt var til Boston fóum við út að borða á svölum vetingastað þar sem ég fékk american style pizzu (hún var á stærð við bíldekk f. 1). Svo endaði ég í partýi hjá frekar góðum old school plötusnúði þar sem hann sýndi list sína meðan maður sötraði á rauðvíni.

17.des - Þetta var dagurinn sem við áttum DJ-gigg úti á RIVER GODS þar sem ég hef einu sinni áður spilað. Byrjuðum að fá okkur að borða (River gods er líka veitingastaður) og þar fékk ég mér besta borgara norðan alpafjalla. Það var heldur fámennt á staðnum þar til undir lokin en ég var ekki hissa á því. Krakkar sem eru að læra í Boston eru flestor farnir heim um jólin á þessum tíma. En giggið var solid og endaði ég í eftirpartýi blindfullur í samræðum við a fellow designer sem er að læra í Boston.

Restin af Boston dvölinni fór í að versla alla daga og sjamma á kvöldin. Ég og Baldur ætluðum að taka upp DJ-MIX með hjálp vinar hans Jamie. Hann á allar græjur til að taka upp mix en þa ðendaði þannig að hann gleymdi snúru svo við þurftum að fresta því en kvöldið endaði bara í day at the beach (uppáhalds kokteillinn minn) fílíng og PS3.



ég nenni ekki að skirfa miera í bili en seinni parturinn kemur bráðum...

Saturday, November 18, 2006

ELECTROLL DJ-SET Í KVÖLD!


Wednesday, November 01, 2006

Experimental Music.



Experimental Dancing.



Gyllti Kötturinn á afmæli á laugardaginn og ég verð að spila, endilega lítið við.

Viljiði fokkt opp hár? Kíkið á Freaky Friday á föstudaginn - ég spila á meðan.

Komiði á Barinn á Laugardaginn ég held ég sé að spila - vonandi!

Tuesday, October 24, 2006

Ég var að stofna svona myndablogg með tilkomu nýja símans míns :)

http://www.flickr.com/photos/hnaus/

er linkurinn og bookmarkið og tékkið á þessu, new photos daily.

þessi mynd er tileinkuð Árna og þakka Önnu f. að finna þessa mynd: